Jólaglögg frá Kryddhúsinu

Uppskrift: Kryddhúsið
Það er fátt sem kallar upp jólastemninguna jafn skemmtilega og ilmandi pottur af heitu glöggi. Jólaglöggskryddblandan frá Kryddhúsinu fyllir heimilið af ilm af kanil, negul og jólakærleika.
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
Hráefni (áfengt)
- 2-3 góðar msk af Jólaglöggskryddblöndu
- 1 flaska rauðvín (eða hvítvín)
- 8 msk sykur eða önnur sæta.
Hráefni (Óáfengt)
- 2 msk af Jólaglöggskryddblöndu
- 1 líter eplasafi (eða trönuberjasafi)
- 3 msk hunang (Má sleppa ef safinn er mjög sætur)
Leiðbeiningar
- Allt sett í pott og hitað að suðumarki (má ekki sjóða)
- Slökkva á hitanum og láta standa undir loki í 20-30 mínútur og leyfa kryddinu að taka við sér
- Bæta við eftir smekk meiri sætu ef vínið er súrt (Ath gott að velgja aðeins áður en skenkt)
- Njóta í góðra vina hópi!


Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen


