Jólaglögg frá Kryddhúsinu

Uppskrift: Kryddhúsið

Það er fátt sem kallar upp jólastemninguna jafn skemmtilega og ilmandi pottur af heitu glöggi. Jólaglöggskryddblandan frá Kryddhúsinu fyllir heimilið af ilm af kanil, negul og jólakærleika.


Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️


Hráefni (áfengt)


  • 2-3 góðar msk af Jólaglöggskryddblöndu
  • 1 flaska rauðvín (eða hvítvín)
  • 8 msk sykur eða önnur sæta.


Hráefni (Óáfengt)


  • 2 msk af Jólaglöggskryddblöndu
  • 1 líter eplasafi (eða trönuberjasafi)
  • 3 msk hunang (Má sleppa ef safinn er mjög sætur)



Leiðbeiningar


  1. Allt sett í pott og hitað að suðumarki (má ekki sjóða)
  2. Slökkva á hitanum og láta standa undir loki í 20-30 mínútur og leyfa kryddinu að taka við sér
  3. Bæta við eftir smekk meiri sætu ef vínið er súrt (Ath gott að velgja aðeins áður en skenkt)
  4. Njóta í góðra vina hópi!



Það er svo ótrúlega sniðugt að henda í eitt stykki bananabrauð þegar maður á nokkra banana
28 January 2026
Það er svo ótrúlega sniðugt að henda í eitt stykki bananabrauð þegar maður á nokkra banana sem eru komnir vel á tíma. Þessi uppskrift er einföld og æðislega góð!
Þessar pönnukökur eru mjúkar og dásamlega góðar. Þær eru fullkomnar á sunnudagsmorgni eða í kaffitím
28 January 2026
Þessar pönnukökur eru mjúkar og dásamlega góðar. Þær eru fullkomnar á sunnudagsmorgni eða í kaffitímanum ef mann langar í eitthvað gott í hollari kantinum. Uppskrift sem þið verðið að prófa!