Lúxus chiagrautur

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Ég er alltaf að reyna að finna upp á hollum og góðum uppskriftum og nýjasta nýtt hjá mér eru chiagrautar. Það þarf síðan alltaf að vera smá gúrme þegar ég er að útbúa mér svona hollustu og almáttugur minn hvað þessi útfærsla var góð!


Kókos- og möndlusmjörið er algjör hittari út á grautinn, berin síðan mjúk og sæt, kókosflögur og hnetur með smá kröns, þetta var allt saman + meira var hreinlega algjör negla!

Það er lítið mál að útbúa chiagrautinn með fyrirvara og setja síðan „topping“ á hann þegar þú ert að fara að borða eða til að grípa með í nesti. Það má einnig skipta uppskriftinni niður í krukkur og geyma grautinn þannig þangað til þið eruð tilbúin að borða hann. Ef þið eruð með gott lok á boxin/krukkurnar sem þið notið má geyma tilbúinn chiagraut í 3-5 daga í ísskápnum svo það er fullkomið að hræra í nokkrar krukkur í einu.

Lúxus Chia grautur

Uppskrift dugar í um 4 morgunverðarskálar


Chia grautur uppskrift

  • 150 g Chia fræ
  • 800 ml möndlumjólk
  • 350 g kókosjógúrt
  • Hrærið öllu saman í skál og leyfið að standa í um 10 mínútur.
  • Hrærið þá aftur upp í blöndunni, setjið lok á skálina og geymið í kæli í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt.
  • Skiptið síðan niður í skálar og toppið með neðangreindum hugmyndum.



„Topping“ á Chia graut

  • Rapunzel kókos- og möndlusmjör með döðlum
  • Rapunzel döðlusýróp
  • Driscolls brómber
  • Driscolls bláber
  • Niðurskorinn banani
  • Ristaðar kókosflögur
  • Saxaðir pistasíukjarnar
  • Smá saxað dökkt súkkulaði

8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.