Bygg með kjúkling og grænmeti

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Þessi réttur er klárlega hollustan uppmáluð um leið og hann er alveg frábær hversdagsmatur, síðan er æðislegt ef það er afgangur að grípa með í nesti daginn eftir.

Hann er ofur einfaldur og ég get lofað því að þennan rétt viljið þið gera reglulega eftir að þið hafið prófað hann einu sinni!

Bygg með Kjúkling og grænmeti

  • 5 dl bygg
  • 3 kjúklingabringur
  • 1 brokkolihaus
  • 1-2 laukar (eftir stærð)
  • 500 g gulrætur (hér var ég með marglitar)
  • Ólífuolía til steikningar
  • Salt, pipar, hvítlaukskrydd og kjúklingakrydd eftir smekk
  • 3 tsk. soyasósa


  1. Skerið brokkoli niður, gulrætur í strimla og lauk í sneiðar.
  2. Steikið kjúklingabringurnar snöggt á pönnu aðeins til að brúna þær, kryddið með kjúklingakryddi og færið yfir í eldfast mót og inn í ofn í 20 mínútur á 180°C og leyfið þeim svo aðeins að hvíla áður en þið skerið þær niður.
  3. Steikið á meðan brokkoli og gulrætur upp úr vel af ólífuolíu og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti. Hellið síðan nokkrum matskeiðum af vatni á pönnuna og leyfið því að gufa upp, þannig mýkið þið aðeins grænmetið. Takið það síðan af pönnunni og leggið til hliðar.
  4. Sjóðið bygg samkvæmt leiðbeiningum á pakka og steikið laukinn þar til hann mýkist.
  5. Skerið kjúklingabringurnar í strimla og blandið að lokum öllu saman á pönnunni, kryddið meira ef ykkur finnst þess þurfa og blandið soyasósunni saman við.


30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.