Kremkexkaka

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og Gersemar

Þessi kaka var brjálæðislega góð og best er hún að sjálfsögðu nýbökuð. Næstu daga laumaði ég reyndar sneið í örbylgjuofninn örskamma stund og þá varð hún aftur alveg eins og nýbökuð, nammi, namm!


Kremkexkaka


  • 150 g smjör við stofuhita
  • 140 g sykur
  • 50 g púðursykur
  • 2 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 200 g dökkt súkkulaði (bráðið)
  • 120 g hveiti
  • 2 msk. bökunarkakó
  • ¼ tsk. salt
  • 2 msk. volgt vatn
  • 50 g dökkir súkkulaðidropar + til skrauts
  • 50 g mjólkursúkkulaðidropar + til skrauts
  • 100 g hvítir súkkulaðidropar + til skrauts
  • 8-10 kremkex frá Frón í kökuna + til skrauts


  1. Hitið ofninn í 175°C og klæðið ferkantað kökuform/eldfast mót (um 20 x 20 cm) að innan með bökunarpappír.
  2. Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt.
  3. Bætið eggjunum saman við ásamt vanilludropum, þeytið og skafið niður á milli.
  4. Næst má setja bráðið súkkulaðið saman við og næst þurrefnin (hveiti, bökunarkakó og salt).
  5. Að lokum má bæta vatninu í skálina, skafa niður og hræra.
  6. Vefjið súkkulaðidropum saman við í lokin með sleikju og setjið helming deigsins í formið og sléttið úr.
  7. Raðið næst kremkexi með smá bili á milli yfir allt deigið og setjið síðan hinn helminginn af deiginu yfir það og sléttið aftur úr.
  8. Toppið með nokkrum bitum af kremkexi og súkkulaðidropum í öllum litum.
  9. Bakið í 35 mínútur og hafið álpappír yfir kökunni fyrstu 20 mínúturnar til að koma í veg fyrir að kexið og súkkulaðið á toppnum verði of dökkt.
  10. Kælið og skerið niður í bita.
30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.