Kremkexkaka

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og Gersemar
Þessi kaka var brjálæðislega góð og best er hún að sjálfsögðu nýbökuð. Næstu daga laumaði ég reyndar sneið í örbylgjuofninn örskamma stund og þá varð hún aftur alveg eins og nýbökuð, nammi, namm!
Kremkexkaka
- 150 g smjör við stofuhita
- 140 g sykur
- 50 g púðursykur
- 2 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 200 g dökkt súkkulaði (bráðið)
- 120 g hveiti
- 2 msk. bökunarkakó
- ¼ tsk. salt
- 2 msk. volgt vatn
- 50 g dökkir súkkulaðidropar + til skrauts
- 50 g mjólkursúkkulaðidropar + til skrauts
- 100 g hvítir súkkulaðidropar + til skrauts
- 8-10 kremkex frá Frón í kökuna + til skrauts
- Hitið ofninn í 175°C og klæðið ferkantað kökuform/eldfast mót (um 20 x 20 cm) að innan með bökunarpappír.
- Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt.
- Bætið eggjunum saman við ásamt vanilludropum, þeytið og skafið niður á milli.
- Næst má setja bráðið súkkulaðið saman við og næst þurrefnin (hveiti, bökunarkakó og salt).
- Að lokum má bæta vatninu í skálina, skafa niður og hræra.
- Vefjið súkkulaðidropum saman við í lokin með sleikju og setjið helming deigsins í formið og sléttið úr.
- Raðið næst kremkexi með smá bili á milli yfir allt deigið og setjið síðan hinn helminginn af deiginu yfir það og sléttið aftur úr.
- Toppið með nokkrum bitum af kremkexi og súkkulaðidropum í öllum litum.
- Bakið í 35 mínútur og hafið álpappír yfir kökunni fyrstu 20 mínúturnar til að koma í veg fyrir að kexið og súkkulaðið á toppnum verði of dökkt.
- Kælið og skerið niður í bita.
