Pavlovur með mascarpone rjómafyllingu

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og Gersemar

Hér eru á ferðinni undursamlegar og sumarlegar pavlovur sem eru frábærar í veisluna. Pavlovurnar eru með Mascarpone fyllingu sem bragðast eins og draumur!


Marengs

15-20 stk. eftir stærð


  • 5 eggjahvítur
  • 5 dl púðursykur


  1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að freyða og bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
  2. Stífþeytið þar til topparnir halda sér og sprautið á bökunarplötu (eða setjið á með tveimur matskeiðum), búið til smá holu í miðjunni með skeið til að betra sé að sprauta fyllingunni í eftir bakstur.
  3. Bakið við 110°C í 60 mínútur og leyfið marengsinum síðan að kólna inn í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en fyllingin er sett í.


Fylling og skraut


  • 200 g mascarpone ostur
  • 50 g flórsykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 300 ml rjómi
  • 250 g jarðarber
  • 2-3 ástaraldin
  • 40 g saxað suðusúkkulaði


  1. Blandið mascarpone osti, flórsykri og vanillusykri varlega saman í hrærivélarskál með þeytaranum.
  2. Hellið þá rjómanum saman við og þeytið á meiri hraða þar til blandan verður stífþeytt eins og rjómi (varist að blanda of lengi).
  3. Sprautið á pavlovurnar og toppið með jarðarberjum, ástaraldin og söxuðu súkkulaði.
13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h