Muna jólamöndlur

½ bollir vatn

1 bolli hrásykur frá Muna

2 bollar möndlur frá Muna

1 msk kanill frá Muna

 

  • Setjið sykurinn, vatnið og kanilinn saman á pönnu og stillið á miðlungs hita.
  • Þegar blandan nær suðu er möndlunum bætt við.
  • Hrærið vel í möndlunum og látið allan vökvann gufa upp.
  • Þá eru möndlurnar orðnar húðarar í kanilsírópi.
  • Gætið þess að hræra vel allan tímann eða í ca 15 mín.
  • Hellið möndlunum svo á bökunarpappír og leyfið þeim að kólna.



BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
Sumarleg vanilluterta með möndlukremi og jarðarberjum
25 June 2025
Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!