Brakandi Muna marengstoppar

Muna fjölskyldan er búin að vera bralla eitt og annað er við kemur jólunum síðstu daga og hafa þau deilt með okkur æðislegri uppskrift sem okkur langar að deila með viðskiptavinum okkar. Uppskriftin er klassísk, brakandi toppar með kornflexi og kókosmjöli frá Muna. Síðan er notaður hrásykur í staðin fyrir þann hvíta. Útkoman er algjörlega frábær 🙏🎄


Uppskrift:


4 eggjahvítur

2 bollar hrásykur

4 bollar kornflex

2 bollar kókosmjöl

100 g súkkulaði að eigin vali


Byrjið á að þeyta saman eggjahvítur og bætið svo sykrinum smám saman við.

Því næst er súkkulaðibitum, kornflexi og kókosmjöli blandað varlega saman við með sleif.


Bakið í 150°C heitum ofni með blæstri í um 15 mín.


Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen