Brakandi Muna marengstoppar

Muna fjölskyldan er búin að vera bralla eitt og annað er við kemur jólunum síðstu daga og hafa þau deilt með okkur æðislegri uppskrift sem okkur langar að deila með viðskiptavinum okkar. Uppskriftin er klassísk, brakandi toppar með kornflexi og kókosmjöli frá Muna. Síðan er notaður hrásykur í staðin fyrir þann hvíta. Útkoman er algjörlega frábær 🙏🎄


Uppskrift:


4 eggjahvítur

2 bollar hrásykur

4 bollar kornflex

2 bollar kókosmjöl

100 g súkkulaði að eigin vali


Byrjið á að þeyta saman eggjahvítur og bætið svo sykrinum smám saman við.

Því næst er súkkulaðibitum, kornflexi og kókosmjöli blandað varlega saman við með sleif.


Bakið í 150°C heitum ofni með blæstri í um 15 mín.


13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h