Brakandi Muna marengstoppar

Muna fjölskyldan er búin að vera bralla eitt og annað er við kemur jólunum síðstu daga og hafa þau deilt með okkur æðislegri uppskrift sem okkur langar að deila með viðskiptavinum okkar. Uppskriftin er klassísk, brakandi toppar með kornflexi og kókosmjöli frá Muna. Síðan er notaður hrásykur í staðin fyrir þann hvíta. Útkoman er algjörlega frábær 🙏🎄


Uppskrift:


4 eggjahvítur

2 bollar hrásykur

4 bollar kornflex

2 bollar kókosmjöl

100 g súkkulaði að eigin vali


Byrjið á að þeyta saman eggjahvítur og bætið svo sykrinum smám saman við.

Því næst er súkkulaðibitum, kornflexi og kókosmjöli blandað varlega saman við með sleif.


Bakið í 150°C heitum ofni með blæstri í um 15 mín.


30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.