Grænkálsbyggottó

- Móðir Jörð

INNIHALD


7,5 dl vatn 3 dl Perlubygg frá Móður Jörð 1 stór laukur 3 hvítlauksrif 3 grænkáls lauf 1-2 dl rjómi (eða jurtamjólk) 1 tsk salt 1,5 tsk broddkúmen Malaður svartur pipar Repjuolía til steikinga.


UPPSKRIFT


Saxið laukinn og hvítlaukinn. Fjarlægið stilkinn af grænkálinu og skerið kálið í strimla. Sjóðið byggið í vatni í 20 mínútur, sigtið og leggið til hliðar. Steikið laukinn og hvítlaukinn í olíunni þar til gullið, bætið þá grænkálinu saman við. Leyfið grænkálinu að mýkjast aðeins í olíunni. Bætið þá bygginu saman við og blandið vel. Bætið við kryddinu og vökvanum og látið hitna vel á pönnunni. Smakkið til með salti og pipar og berið fram.


Fleiri uppskriftir frá Móðir Jörð má finna inn á heimasíðu þeirra modirjord.is/uppskriftir/

13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h