Grænkálsbyggottó

- Móðir Jörð

INNIHALD


7,5 dl vatn 3 dl Perlubygg frá Móður Jörð 1 stór laukur 3 hvítlauksrif 3 grænkáls lauf 1-2 dl rjómi (eða jurtamjólk) 1 tsk salt 1,5 tsk broddkúmen Malaður svartur pipar Repjuolía til steikinga.


UPPSKRIFT


Saxið laukinn og hvítlaukinn. Fjarlægið stilkinn af grænkálinu og skerið kálið í strimla. Sjóðið byggið í vatni í 20 mínútur, sigtið og leggið til hliðar. Steikið laukinn og hvítlaukinn í olíunni þar til gullið, bætið þá grænkálinu saman við. Leyfið grænkálinu að mýkjast aðeins í olíunni. Bætið þá bygginu saman við og blandið vel. Bætið við kryddinu og vökvanum og látið hitna vel á pönnunni. Smakkið til með salti og pipar og berið fram.


Fleiri uppskriftir frá Móðir Jörð má finna inn á heimasíðu þeirra modirjord.is/uppskriftir/

Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen