Grænkálsbyggottó

- Móðir Jörð

INNIHALD


7,5 dl vatn 3 dl Perlubygg frá Móður Jörð 1 stór laukur 3 hvítlauksrif 3 grænkáls lauf 1-2 dl rjómi (eða jurtamjólk) 1 tsk salt 1,5 tsk broddkúmen Malaður svartur pipar Repjuolía til steikinga.


UPPSKRIFT


Saxið laukinn og hvítlaukinn. Fjarlægið stilkinn af grænkálinu og skerið kálið í strimla. Sjóðið byggið í vatni í 20 mínútur, sigtið og leggið til hliðar. Steikið laukinn og hvítlaukinn í olíunni þar til gullið, bætið þá grænkálinu saman við. Leyfið grænkálinu að mýkjast aðeins í olíunni. Bætið þá bygginu saman við og blandið vel. Bætið við kryddinu og vökvanum og látið hitna vel á pönnunni. Smakkið til með salti og pipar og berið fram.


Fleiri uppskriftir frá Móðir Jörð má finna inn á heimasíðu þeirra modirjord.is/uppskriftir/

30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.