Ítalskar snittur með Dala Auði

Uppskrift í samstarfi við MS Gott í Matinn


Einfaldar og einstaklega góðar snittur með ítölsku ívafi. Þetta góðgæti tekur enga stund að útbúa og snitturnar henta við hvaða tilefni sem er hvort sem um er að ræða afmæli, fermingar, veislur eða saumaklúbba.


Innihald

 - fyrir 16 manns


  • 1 stk. steinbakað snittubrauð
  • 1 krukka rautt pestó
  • 1⁄2 poki klettasalat (eða meira eftir smekk)
  • 1 1⁄2 stk. Dala Auður
  • 8 sneiðar hráskinka
  • fersk basilíka
  • ólífuolía til penslunar
  • gróft salt


Skref 1


  • Hitið ofninn í 200°.
  • Skerið brauðið skáhallt í sneiðar, penslið vel með ólífuolíu og stráið smá grófu salti yfir.
  • Bakið í 3-4 mínútur í ofninum og geymið síðan til hliðar á meðan annað er undirbúið.


Skref 2


  • Skerið Dala Auði í sneiðar (það nást um 10 sneiðar úr hverjum osti) og takið hverja hráskinkusneið í tvennt.
  • Smyrjið góðri teskeið af pestó á hverja brauðsneið, setjið þá klettasalat, því næst Dala Auði, hráskinku og skreytið að lokum með ferskri basilíku.





8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.