Súkkulaðibitakökur í páskafötunum

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar


Það elska allir súkkulaðibitakökur, hvernig sem þær eru. Nýbakaðar, aðeins volgar inní ennþá eru þær bestar, með ískaldri mjólk! Við fórum í Fjarðarkaup um helgina, ég eeeeeelska að fara í Fjarðarkaup, þar er allt til! Hulda valdi krúttleg páskaegg til að hengja á páskagreinarnar og við keyptum í þessar dýrindis páskakökur og hér koma þær fyrir ykkur til að baka um páskana!


Súkkulaðibitakökur í páskaskapi


Fyrir 16-18 stykki


  • 250 g smjör við stofuhita
  • 190 g púðursykur
  • 130 g sykur
  • 1 egg
  • 3 tsk. vanilludropar
  • 400 g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 170 g súkkulaðidropar (+ meira til skrauts)
  • 150 g M&M súkkulaðiegg (+ meira til skrauts)


  1. Þeytið smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.
  2. Bætið þá eggi og vanilludropum saman við, skafið niður á milli og blandið vel.
  3. Hrærið öll þurrefni saman í aðra skál og bætið saman við, hrærið á lágum hraða.
  4. Að lokum má vefja súkkulaðidropum og súkkulaðieggjum saman við með sleikju.
  5. Notið síðan ísskeið/kökuskeið til þess að skammta um 2 msk. stóra skammta, rúllið í kúlu og setjið smá súkkulaði og M&M ofan á, raðið á bakka og frystið í 30 mínútur.
  6. Hitið þá ofninn í 175°C, takið kökurnar úr frystinum, raðið á bökunarpappír með gott bil á milli og bakið í 16-18 mínútur eða þar til kantarnir verða vel gylltir, kælið.


Sjáðu bakvið tjöldin þegar smákökurnar voru útbúnar:


Bakvið tjöldin | Smákökugerð

 .

Mmmmm…….munið, bestar nýbakaðar með ískaldri mjólk!

13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h