Súkkulaðibitakökur í páskafötunum

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Það elska allir súkkulaðibitakökur, hvernig sem þær eru. Nýbakaðar, aðeins volgar inní ennþá eru þær bestar, með ískaldri mjólk! Við fórum í Fjarðarkaup um helgina, ég eeeeeelska að fara í Fjarðarkaup, þar er allt til! Hulda valdi krúttleg páskaegg til að hengja á páskagreinarnar og við keyptum í þessar dýrindis páskakökur og hér koma þær fyrir ykkur til að baka um páskana!
Súkkulaðibitakökur í páskaskapi
Fyrir 16-18 stykki
- 250 g smjör við stofuhita
- 190 g púðursykur
- 130 g sykur
- 1 egg
- 3 tsk. vanilludropar
- 400 g hveiti
- 1 tsk. matarsódi
- ½ tsk. salt
- 170 g súkkulaðidropar (+ meira til skrauts)
- 150 g M&M súkkulaðiegg (+ meira til skrauts)
- Þeytið smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.
- Bætið þá eggi og vanilludropum saman við, skafið niður á milli og blandið vel.
- Hrærið öll þurrefni saman í aðra skál og bætið saman við, hrærið á lágum hraða.
- Að lokum má vefja súkkulaðidropum og súkkulaðieggjum saman við með sleikju.
- Notið síðan ísskeið/kökuskeið til þess að skammta um 2 msk. stóra skammta, rúllið í kúlu og setjið smá súkkulaði og M&M ofan á, raðið á bakka og frystið í 30 mínútur.
- Hitið þá ofninn í 175°C, takið kökurnar úr frystinum, raðið á bökunarpappír með gott bil á milli og bakið í 16-18 mínútur eða þar til kantarnir verða vel gylltir, kælið.
Sjáðu bakvið tjöldin þegar smákökurnar voru útbúnar:
.

Mmmmm…….munið, bestar nýbakaðar með ískaldri mjólk!