Indverskur kjúklingaréttur á 20 mínútum

Uppskrift í samstarfi við Gerum daginn girnilegan


Hér kemur dásamlegur kjúklingaréttur sem var tilbúinn á 20 mínútum svo það er ekki lengur afsökun fyrir því að prófa ekki að skella í indverskt!

Uppskrift

4 skammtar


Hráefni

 

  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 tsk rifið engifer
  • 700 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
  • 4 msk Hunt‘s tómatmauk (paste)
  • 1 msk Garam Masala
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk cumin duft
  • 350 ml rjómi
  • salt og pipar
  • Smjör og ólífuolía til steikingar


Meðlæti


  • Tilda hrísgrjón (soðin)
  • Patak‘s naan brauð með smjöri

Leiðbeiningar


  1. Skerið kjúklinginn niður og leggið til hliðar.
  2. Saxið laukinn smátt og steikið við vægan hita upp úr olíu og smjöri, kryddið með salti og pipar.
  3. Rífið engifer og hvítlauk saman við í lokin og steikið áfram stutta stund.
  4. Næst má kjúklingurinn fara á pönnuna og hér má bæta við smá olíu og krydda aðeins með salti og pipar.
  5. Næst má bæta tómatmauki og öðrum kryddum saman við og steikja áfram.
  6. Hellið þá rjómanum á pönnuna og leyfið að malla í um 10 mínútur á meðan þið sjóðið grjón og hitið naan brauð.
  7. Gott er að rífa smá kóríander yfir í lokin en það er þó ekki nauðsynlegt.



30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.