Indverskur kjúklingaréttur á 20 mínútum

Uppskrift í samstarfi við Gerum daginn girnilegan
Hér kemur dásamlegur kjúklingaréttur sem var tilbúinn á 20 mínútum svo það er ekki lengur afsökun fyrir því að prófa ekki að skella í indverskt!
Uppskrift
4 skammtar
Hráefni
- 1 laukur
- 3 hvítlauksrif
- 2 tsk rifið engifer
- 700 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
- 4 msk Hunt‘s tómatmauk (paste)
- 1 msk Garam Masala
- 1 tsk paprikuduft
- 1 tsk cumin duft
- 350 ml rjómi
- salt og pipar
- Smjör og ólífuolía til steikingar
Meðlæti
- Tilda hrísgrjón (soðin)
- Patak‘s naan brauð með smjöri
Leiðbeiningar
- Skerið kjúklinginn niður og leggið til hliðar.
- Saxið laukinn smátt og steikið við vægan hita upp úr olíu og smjöri, kryddið með salti og pipar.
- Rífið engifer og hvítlauk saman við í lokin og steikið áfram stutta stund.
- Næst má kjúklingurinn fara á pönnuna og hér má bæta við smá olíu og krydda aðeins með salti og pipar.
- Næst má bæta tómatmauki og öðrum kryddum saman við og steikja áfram.
- Hellið þá rjómanum á pönnuna og leyfið að malla í um 10 mínútur á meðan þið sjóðið grjón og hitið naan brauð.
- Gott er að rífa smá kóríander yfir í lokin en það er þó ekki nauðsynlegt.
