Indverskur kjúklingaréttur á 20 mínútum

Uppskrift í samstarfi við Gerum daginn girnilegan


Hér kemur dásamlegur kjúklingaréttur sem var tilbúinn á 20 mínútum svo það er ekki lengur afsökun fyrir því að prófa ekki að skella í indverskt!

Uppskrift

4 skammtar


Hráefni

 

  • 1 laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 tsk rifið engifer
  • 700 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
  • 4 msk Hunt‘s tómatmauk (paste)
  • 1 msk Garam Masala
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk cumin duft
  • 350 ml rjómi
  • salt og pipar
  • Smjör og ólífuolía til steikingar


Meðlæti


  • Tilda hrísgrjón (soðin)
  • Patak‘s naan brauð með smjöri

Leiðbeiningar


  1. Skerið kjúklinginn niður og leggið til hliðar.
  2. Saxið laukinn smátt og steikið við vægan hita upp úr olíu og smjöri, kryddið með salti og pipar.
  3. Rífið engifer og hvítlauk saman við í lokin og steikið áfram stutta stund.
  4. Næst má kjúklingurinn fara á pönnuna og hér má bæta við smá olíu og krydda aðeins með salti og pipar.
  5. Næst má bæta tómatmauki og öðrum kryddum saman við og steikja áfram.
  6. Hellið þá rjómanum á pönnuna og leyfið að malla í um 10 mínútur á meðan þið sjóðið grjón og hitið naan brauð.
  7. Gott er að rífa smá kóríander yfir í lokin en það er þó ekki nauðsynlegt.



13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h