Butter Chicken Pizza

Uppskrift í samstarfi við Gerum daginn girnilegan


Er eitthvað betra en dýrindis máltíð sem er auðvelt að gera? Skemmtilegt og auðvelt fjölskylduuppáhald, þessi pizza á örugglega eftir að slá í gegn hjá öllum við matarborðið! Butter Chicken karrísósan frá Patak´s gefur henni ljúffengan, grillaðan ilm. Butter Chicken sósan frá Patak´s fæst í öllum helstu matvöruverslunum.

Uppskrift

1 skammtur


Hráefni

 

  • 1 stk Patak´s Butter Chicken sósa 450g
  • 75 g hreint jógúrt
  • 10 g pressaður hvítlaukur
  • 50 g kjúklingabringa
  • 1 stk pizzabotn
  • 250 g rifinn ostur
  • 150 g spínat
  • 50 g rauðlaukur
  • 24 stk kirsuberjatómatar
  • Salt og pipar eftir smekk


Meðlæti


  • Tilda hrísgrjón (soðin)
  • Patak‘s naan brauð með smjöri

Leiðbeiningar


  1. Hitaðu ofninn í 220°C
  2. Hrærið saman Butter Chicken sósuna, jógúrt, hvítlauk og salt.
    Blandið 3 msk (45 ml) af jógúrtsósunni saman við kjúklingabitana; setjið afganginn af jógúrtsósunni til hliðar.
    Lokið og marinerið kjúklinginn í 15 mínútur.
  3. Eldið kjúklinginn á pönnu.
    Dreifið restinni af jógúrtsósunni yfir pizzubotninn.
    Stráið 1/2 bolla af osti yfir pizzuna.
    Dreifið yfir spínati, lauk, kirsuberjatómötum (skorin hlið upp), og elduðum kjúklingi.
    Setjið svo efst 1/2 bolla (125 ml) af osti.
    Bakið beint á ofngrindi í 12 til 15 mínútur eða þar til ostur er bráðinn og freyðandi.



Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen