Hamborgari með Dóra sterka og sultuðum rauðlauk.

Uppskrift í samstarfi við Gott í matinn


Sultaður rauðlaukur, heimagerð sósa sem rífur smá í og toppurinn er hinn bragðgóði ostur Dóri sterki - bragðgóður og hentar vel á börgerinn, smá kryddaður og alveg fullkominn til að toppa þessi gúrmheit.


Uppskrift

  •  4 skammtar


Innihald

Sultaður rauðlaukur

  • 4 stk.rauðlaukur
  • 1 stk.hvítlauksrif
  • 100 mlbalsamik edik
  • 2 msk.sykur
  • 1 msk.púðursykur
  • 2 msk.hunang
  • 2 msk.olía - dass af pipar


Sósa

  • 100 ml majónes
  • 1 msk. tómatsósa
  • 1 msk. sriracha sósa
  • 1 msk. dijon sinnep
  • 1 tsk. hvítlaukskrydd
  • 1⁄4 tsk. laukkrydd
  • 1⁄4 tsk. paprikukrydd
  • 1⁄4 tsk. salt
  • 1⁄4 tsk. pipar


Samsetning á hamborgara

  • 4 stk. hamborgari
  • 4 stk. hamborgarabrauð
  • 4 sneiðar Dóri sterki
  • sultaður rauðlaukur
  • tómatur
  • gúrka
  • kál


Meðlæti

  • franskar eða ofnbakaðar kartöflur


Sultaður rauðlaukur

  • Skerið laukinn í þunnar ræmur og setjið í pott ásamt öðrum innihaldsefnum.
  • Leyfið að eldast við miðlungshita þangað til vökvinn er gufaður upp í u.þ.b. 20 mín.
  • Setjið rauðlaukinn í lokað ílát og geymið í kæli.


Heimagerð hamborgarasósa

  • Setjið öll innihaldsefni í skál og hrærið saman.
  • Gott er að setja sósuna í kæli og leyfa henni að taka sig smá áður en hún er notuð en ekkert mál að bera hana beint fram.
  • Ekkert mál að skala hana niður með því að minnka magnið af sriracha sósunni og bæta þá örlítið meira af tómatsósu.


Samsetning

  • Grillið hamborgarana og setjið ostinn ofan á þá.
  • Grillið einnig brauðið í stutta stund.
  • Skerið niður grænmetið, setjið sósu á báða helminga brauðsins og svo er það að raða.
  • Fyrst er það kál, gúrka, hamborgarinn, sultaður rauðlaukur og loks tómatar. Lokið með efri helmingi brauðsins og stingið pinna í gegn til að halda honum beinum.

Berið borgarana fram með frönskum kartöflum og meiri sósu!

30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.