Fyllt jalapeño og habanero á grillið

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar


Fyllt jalapeño hef ég gert áður fyrir ykkur en svo er það eins og með margar aðrar uppskriftir að þær þróast aðeins með tíð og tíma og hér er komin útfærsla sem er algjört sælgæti!


Uppskrift


Jalapeño

  • Jalapeño
  • Philadelphia rjómaostur með Sweet Chili
  • Beikonsneiðar
  • Hlynsýróp
  • Svartur pipar
  1. Skerið jalapeño til helminga langsum.
  2. Sléttfyllið með rjómaosti.
  3. Vefjið beikonsneið yfir og grillið við háan hita á álbakka/álpappír/grænmetisgrind þar til beikonið er tilbúið.
  4. Raðið á disk, setjið hlynsýróp og pipar yfir.


Habanero

  • Habanero
  • Philadelphia rjómaostur með graslauk
  • Svartur pipar
  1. Skerið habanero til helminga langsum.
  2. Sléttfyllið með rjómaosti.
  3. Grillið á álbakka/álpappír/grænmetisgrind við vægan hita í nokkrar mínútur þar til mýkist.
  4. Raðið á disk og piprið.


Það má sannarlega leika sér með rjómaosta og þær bragðtegundir sem eru í boði. Þessi blanda var dásamleg og ég á eflaust eftir að prófa þær fleiri í sumar! Að setja sýrópið yfir í lokin er síðan punkturinn yfir I-ið, namm! Bæði jalapeño og habanero er missterkt, sum eru bara sæt og góð á meðan önnur rífa aðeins í en hvorutveggja virkilega gott!

13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h