Fljótlegt sítrónupasta

Einfalt, fljótlegt og ofur gómsætt sítrónupasta sem klikkar ekki

Uppskrift


Hráefni


  • 300-400 g spaghetti frá De Cecco
  • Ólífuolía
  • 3 skarlottulaukar
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 150 g kastaníusveppir
  • 150 g venjulegir sveppir
  • 100 g spínat
  • 1 pkn Philadelphia rjómaostur
  • 1 sítróna
  • 1 dl steinselja, smátt söxuð
  • 1 dl parmigiano reggiano, rifinn


Leiðbeiningar


  1. Byrjið á því að sjóða spaghetti samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Á meðan útbúið þið sósuna. Skerið sveppi og skarlottulauk og rífið sítrónubörkinn.
  3. Steikið skarlottulaukinn og hvítlaukinn upp úr ólífuolíu.
  4. Bætið sveppunum við og steikið þar til þeir hafa aðeins mýkst.
  5. Því næst bætið þið við spínati og blandið saman.
  6. Hrærið rjómaostinum út í ásamt safa úr einni sítrónu, sítrónuberki, steinselju og parmigiano. Saltið og piprið eftir smekk.
  7. Blandið spaghettinu saman við sósuna og berið fram með rifnum parmigiano og steinselju.


Uppskrift fengin frá Gerum Daginn Girnilegan /  eftir Hildi Rut á trendnet.is

8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.