BBQ Borgarar

Það má hins vegar grilla hamborgara á ýmsa vegu og hér kemur ein undursamleg BBQ útfærsla fyrir ykkur sem er súpereinföld og bragðgóð!

Uppskrift


Hráefni


  • 4 stk 170g hamborgari
  •  4 stk hamborgarabrauð
  •  Hamborgarakrydd
  •  Heinz sweet BBQ sósa
  •  8 stk sneiðar af osti
  •  kál
  •  buff tómatar
  •  rauðlaukur
  •  steiktur laukur
  •  pikknikk kartöflusnakk
  • pepperonipylsur


Leiðbeiningar


  1. Skerið niður tómata, lauk og kál, geymið.
  2. Grillið hamborgarana á vel heitu grilli, kryddið og penslið með bbq sósu eftir smekk.
  3. Setjið 2 ostsneiðar á hvern hamborgara rétt í lokin og hitið brauðin á grillinu.
  4. Raðið saman því sem þið óskið á hamborgarann, setjið enn meiri bbq sósu yfir allt saman og berið fram með grilluðum pepperonipylsum, pikknikk og steiktum lauk. Einnig er gott að setja steikta laukinn á milli með grænmetinu.


Uppskrift fengin frá Gerum Daginn Girnilegan / Berglindi á gotteri.is

BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
Sumarleg vanilluterta með möndlukremi og jarðarberjum
25 June 2025
Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!