BBQ Borgarar

Það má hins vegar grilla hamborgara á ýmsa vegu og hér kemur ein undursamleg BBQ útfærsla fyrir ykkur sem er súpereinföld og bragðgóð!

Uppskrift


Hráefni


  • 4 stk 170g hamborgari
  •  4 stk hamborgarabrauð
  •  Hamborgarakrydd
  •  Heinz sweet BBQ sósa
  •  8 stk sneiðar af osti
  •  kál
  •  buff tómatar
  •  rauðlaukur
  •  steiktur laukur
  •  pikknikk kartöflusnakk
  • pepperonipylsur


Leiðbeiningar


  1. Skerið niður tómata, lauk og kál, geymið.
  2. Grillið hamborgarana á vel heitu grilli, kryddið og penslið með bbq sósu eftir smekk.
  3. Setjið 2 ostsneiðar á hvern hamborgara rétt í lokin og hitið brauðin á grillinu.
  4. Raðið saman því sem þið óskið á hamborgarann, setjið enn meiri bbq sósu yfir allt saman og berið fram með grilluðum pepperonipylsum, pikknikk og steiktum lauk. Einnig er gott að setja steikta laukinn á milli með grænmetinu.


Uppskrift fengin frá Gerum Daginn Girnilegan / Berglindi á gotteri.is

8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.