Bláberjapönnukökur

Uppskrift: Anna Eiríks

Ég elska góða skyrdrykki og þennan prófaði ég fyrst fyrir löngu og hef gert ýmsar útfærslur af honum hingað til. Þessi er saðsamur og fullur af orku og ég mæli með að þið prófið!


Hráefni


  • 2 egg
  • 1 tsk. vanilludropar (vanilla extract)
  • 1 bolli spelt (eða annað hveiti)
  • 1 bolli fínt haframjöl
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 1/2 bolli möndlumjólk
  • 1 vel þroskaður banani
  • 1 lítið box bláber


Leiðbeiningar


  1. Hrærið öllu saman í nokkuð þykkt deig
  2. Hellið um 1 bolla af bláberjum út í deigið og hrærið varlega saman við með sleif.
  3. Bakið á pönnu í þeirri stærð sem þið viljið.
  4. Njótið með berjum og smá lífrænu hlynsírópi, Akasíu hunangi eða þeyttum rjóma!



Það er svo ótrúlega sniðugt að henda í eitt stykki bananabrauð þegar maður á nokkra banana
28 January 2026
Það er svo ótrúlega sniðugt að henda í eitt stykki bananabrauð þegar maður á nokkra banana sem eru komnir vel á tíma. Þessi uppskrift er einföld og æðislega góð!
Ég elska góða skyrdrykki og þennan prófaði ég fyrst fyrir löngu og hef gert ýmsar útfærslur af honum
28 January 2026
Ég elska góða skyrdrykki og þennan prófaði ég fyrst fyrir löngu og hef gert ýmsar útfærslur af honum hingað til. Þessi er saðsamur og fullur af orku og ég mæli með að þið prófið!