Bananabrauð með döðlum
Uppskrift: Anna Eiríks
Það er svo ótrúlega sniðugt að henda í eitt stykki bananabrauð þegar maður á nokkra banana sem eru komnir vel á tíma. Þessi uppskrift er einföld og æðislega góð!
Hráefni
- 1 bolli spelt (eða hveiti)
- 1 bolli fínt haframjöl frá Muna
- 1 tsk. matarsódi
- 2 rsk. kanill
- 2 tsk. lyftiduft
- 2 msk. kokosolía
- 3-4 vel þroskaðir bananar
- 1 egg
- 1 bolli saxaðar döðlur (lagðar í bleyti)
Leiðbeiningar
- Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og hrærið stöppuðum bönunum, döðlunum, egginu og olíunni út í.
- Smyrjið formið og hellið deiginu í það
- Bakið í 180° heitum ofni í ca 30 mínútur.
- Njótið vel!





