Bananabrauð með döðlum

Uppskrift: Anna Eiríks

Það er svo ótrúlega sniðugt að henda í eitt stykki bananabrauð þegar maður á nokkra banana sem eru komnir vel á tíma. Þessi uppskrift er einföld og æðislega góð!


Hráefni


  • 1 bolli spelt (eða hveiti)
  • 1 bolli fínt haframjöl frá Muna
  • 1 tsk. matarsódi
  • 2 rsk. kanill
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 msk. kokosolía
  • 3-4 vel þroskaðir bananar
  • 1 egg
  • 1 bolli saxaðar döðlur (lagðar í bleyti)


Leiðbeiningar


  1. Blandið öll­um þur­refn­un­um sam­an í skál og hrærið stöppuðum bönunum, döðlunum, egginu og olíunni út í.
  2. Smyrjið formið og hellið deiginu í það
  3. Bakið í 180° heitum ofni í ca 30 mínútur.
  4. Njótið vel!


Þessar pönnukökur eru mjúkar og dásamlega góðar. Þær eru fullkomnar á sunnudagsmorgni eða í kaffitím
28 January 2026
Þessar pönnukökur eru mjúkar og dásamlega góðar. Þær eru fullkomnar á sunnudagsmorgni eða í kaffitímanum ef mann langar í eitthvað gott í hollari kantinum. Uppskrift sem þið verðið að prófa!
Ég elska góða skyrdrykki og þennan prófaði ég fyrst fyrir löngu og hef gert ýmsar útfærslur af honum
28 January 2026
Ég elska góða skyrdrykki og þennan prófaði ég fyrst fyrir löngu og hef gert ýmsar útfærslur af honum hingað til. Þessi er saðsamur og fullur af orku og ég mæli með að þið prófið!