Regnbogakökur

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Krakkar elska allt sem er litríkt og fallegt. Ekki skemmir fyrir þegar það er undur ljúffengt á sama tíma líkt og þessar vanillu bollakökur. Það má að sjálfsögðu setja krem á þær en okkur þykja þær fullkomnar svona einar og sér!
12-15 stykki.
- 1 x Betty Crocker Vanilla Cake Mix
- 3 egg
- 90 ml ljós matarolía
- 180 ml vatn
- 2- 6 matarlitir
- Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.
- Bætið kökuduftinu saman við og hrærið áfram í nokkrar mínútur.
- Skiptið deiginu niður í 2-6 skálar eftir því hversu marga liti þið ætlið að nota.
- Litið hvern hluta með matarlit og setjið í sprautupoka/zip lock poka og klippið gat á endann.
- Setjið bollaköku pappaform í álform og skiptið fyrsta litnum niður í formin.
- Setjið síðan næsta lit í miðjuna á honum og koll af kolli þar til allt deigið er búið.
- Bakið síðan við 160° C í um 16-20 mínútur og leyfið kökunum síðan að kólna aðeins áður en þeirra er notið.

