Regnbogakökur

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Krakkar elska allt sem er litríkt og fallegt. Ekki skemmir fyrir þegar það er undur ljúffengt á sama tíma líkt og þessar vanillu bollakökur. Það má að sjálfsögðu setja krem á þær en okkur þykja þær fullkomnar svona einar og sér!


12-15 stykki.


  • 1 x Betty Crocker Vanilla Cake Mix
  • 3 egg
  • 90 ml ljós matarolía
  • 180 ml vatn
  • 2- 6 matarlitir

  1. Hrærið saman eggjum, olíu og vatni.
  2. Bætið kökuduftinu saman við og hrærið áfram í nokkrar mínútur.
  3. Skiptið deiginu niður í 2-6 skálar eftir því hversu marga liti þið ætlið að nota.
  4. Litið hvern hluta með matarlit og setjið í sprautupoka/zip lock poka og klippið gat á endann.
  5. Setjið bollaköku pappaform í álform og skiptið fyrsta litnum niður í formin.
  6. Setjið síðan næsta lit í miðjuna á honum og koll af kolli þar til allt deigið er búið.
  7. Bakið síðan við 160° C í um 16-20 mínútur og leyfið kökunum síðan að kólna aðeins áður en þeirra er notið.
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.