Kanilmöffins með glassúr

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Þessar möffins hef ég gert frá því að ég var lítil stelpa. Ég átti úrklippu úr einhverju blaði sem mamma átti mjög lengi og elskaði að baka þessar kökur og vona þið gerið það líka.


Um 12 stykki.


  • 150 g smjör við stofuhita
  • 180 g sykur
  • 2 egg
  • 300 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. kanill
  • 200 ml rjómi frá Gott í matinn


  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli.
  4. Næst má blanda hveiti, lyftidufti og kanil saman í skál og hella saman við smjörblönduna ásamt rjómanum.
  5. Setjið í sprautupoka/zip lock poka og skiptið niður í 12 bollakökuform.
  6. Gott er að setja pappaform í álform til þess að kökurnar verði fallegri í laginu.
  7. Bakið í 18-20 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.


Glassúr:


  • 200 g flórsykur
  • 2 msk. vatn
  • Nokkrir dropar af matarlit


  1. Pískið allt saman í skál og smyrjið yfir kældar kökurnar.


30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.