Kanilmöffins með glassúr

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Þessar möffins hef ég gert frá því að ég var lítil stelpa. Ég átti úrklippu úr einhverju blaði sem mamma átti mjög lengi og elskaði að baka þessar kökur og vona þið gerið það líka.


Um 12 stykki.


  • 150 g smjör við stofuhita
  • 180 g sykur
  • 2 egg
  • 300 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. kanill
  • 200 ml rjómi frá Gott í matinn


  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
  3. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli.
  4. Næst má blanda hveiti, lyftidufti og kanil saman í skál og hella saman við smjörblönduna ásamt rjómanum.
  5. Setjið í sprautupoka/zip lock poka og skiptið niður í 12 bollakökuform.
  6. Gott er að setja pappaform í álform til þess að kökurnar verði fallegri í laginu.
  7. Bakið í 18-20 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.


Glassúr:


  • 200 g flórsykur
  • 2 msk. vatn
  • Nokkrir dropar af matarlit


  1. Pískið allt saman í skál og smyrjið yfir kældar kökurnar.


8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.