Páska súkkulaðimús

Uppskrift: ljúfalíf

Innihald

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Hindberja sulta

  • 300 g frosin hindber
  • 100 g sykur
  • Safi úr ½ sítrónu


Dökk Súkkulaðimús

  • 90 g rjómi
  • 70 g mjólk
  • 20 g sykur
  • 1 eggjarauða
  • 150 g BARON súkkulaði
  • Nokkrar klípur af sjávarsalti
  • 450 g þeyttur rjómi


Samsetning

  • 4 kassar rjómasúkkulaði egg nr 1 (16 páskaegg)
  • Hindber


Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Hindberja sulta


  1. Setjið hindberin og sykur í pott og hrærið yfir miðlungs hita í 5-10 mín eða þar til að öll berin hafa maukast og sultan virðist þykkari.
  2. Hellið síðan í krukku eða skál og leyfið alveg að kólna.


Dökk Súkkulaðimús


  1. Hrærið rjóma, mjólk, sykur og eggjarauðum í pott og færið síðan yfir á lágan hita og hrærið stöðugt þar til blandan byrjar að þykkjast smá eða komin upp í 65-70 C.
  2. Takið af hitanum og hellið í gegnum sigti yfir súkkulaði og sjávar salt.
  3. Leyfið að standa í 5 mín.
  4. Hrærið síðan með töfrasprota og hellið í miðlungs skál.
  5. Þeytið 450g. Rjóma þar til að hann er frekar stífþeyttur.
  6. En ekki of mikið því þá breytist hann í smjör.
  7. Hrærið súkkulaði blöndunni saman við rjóman í 2-3 skömmtum með písk og svo með sleikju.
  8. Færið síðan músina í sprautu poka með stjörnu stút og notið strax.


Sametning


  1. Takið páskaeggin úr pakkningunum og skerið varlega toppinn á páskaeggjunum með beittum hníf.
  2. Komið eggjunum fyrir í eggjabakka svo að þau standa upprétt.
  3. Fyllið síðan botninn með smá hindberjasultu og sprautið síðan súkkulaði músinni með sprautupoka ofan í.
  4. Kælið inn í ískáp í 2 klst eða yfir nótt.
  5. Áður en er borið fram er hægt að setja hindber ofan á hverja og eina mús.
30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.