Páska súkkulaðimús

Uppskrift: ljúfalíf
Innihald
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
Hindberja sulta
- 300 g frosin hindber
- 100 g sykur
- Safi úr ½ sítrónu
Dökk Súkkulaðimús
- 90 g rjómi
- 70 g mjólk
- 20 g sykur
- 1 eggjarauða
- 150 g BARON súkkulaði
- Nokkrar klípur af sjávarsalti
- 450 g þeyttur rjómi
Samsetning
- 4 kassar rjómasúkkulaði egg nr 1 (16 páskaegg)
- Hindber
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Hindberja sulta
- Setjið hindberin og sykur í pott og hrærið yfir miðlungs hita í 5-10 mín eða þar til að öll berin hafa maukast og sultan virðist þykkari.
- Hellið síðan í krukku eða skál og leyfið alveg að kólna.
Dökk Súkkulaðimús
- Hrærið rjóma, mjólk, sykur og eggjarauðum í pott og færið síðan yfir á lágan hita og hrærið stöðugt þar til blandan byrjar að þykkjast smá eða komin upp í 65-70 C.
- Takið af hitanum og hellið í gegnum sigti yfir súkkulaði og sjávar salt.
- Leyfið að standa í 5 mín.
- Hrærið síðan með töfrasprota og hellið í miðlungs skál.
- Þeytið 450g. Rjóma þar til að hann er frekar stífþeyttur.
- En ekki of mikið því þá breytist hann í smjör.
- Hrærið súkkulaði blöndunni saman við rjóman í 2-3 skömmtum með písk og svo með sleikju.
- Færið síðan músina í sprautu poka með stjörnu stút og notið strax.
Sametning
- Takið páskaeggin úr pakkningunum og skerið varlega toppinn á páskaeggjunum með beittum hníf.
- Komið eggjunum fyrir í eggjabakka svo að þau standa upprétt.
- Fyllið síðan botninn með smá hindberjasultu og sprautið síðan súkkulaði músinni með sprautupoka ofan í.
- Kælið inn í ískáp í 2 klst eða yfir nótt.
- Áður en er borið fram er hægt að setja hindber ofan á hverja og eina mús.


Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella

„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h

