Biscoff ostakaka

Uppskrift: gottimatinn
Hér á ferðinni er ofureinföld og undurljúffeng ostakaka! Guðrún Veiga gerði þessa uppskrift fyrir einhverju síðan og ég setti hana á listann minn og loksins náði ég að prófa! Það eina sem ég get sagt er „af hverju prófaði ég hana ekki fyrr“!
Innihald
Einn skammtur
Botn
- 1 pk. - LU Bastogne kanilkex
- 100 g - smjör, brætt
Fylling og skraut
- 100 g - rjómaostur frá Gott í matinn
- 150 g - Biscoff smyrja + 2 msk. til að skreyta með
- 50 g - flórsykur
- 2 tsk. - vanillusykur
- 400 ml - rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
Botn
- Myljið kexið niður í blandara þar til áferðin minnir á sand.
- Hellið smjörinu yfir og blandið vel saman.
- Setjið bökunarpappír í botninn á 18-20 cm smelluformi og spreyið hliðarnar að innan með matarolíuspreyi.
- Hellið kexmylsnunni í botninn og ýtið upp hliðarnar til að gera smá kant.
- Kælið á meðan annað er undirbúið.
Ostakökufylling og skraut
- Þeytið saman rjómaost og Biscoff smyrju.
- Bætið næst flórsykri og vanillusykri saman við og þeytið aðeins áfram.
- Vefjið að lokum þeytta rjómanum varlega saman við með sleikju og hellið blöndunni síðan í smelluformið og sléttið úr.
- Kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
- Skreytið með því að mylja smá kanilkex á kantinn og hitið 2 msk. af Biscoff smyrju og setjið yfir.
