Mozzarella popp

Uppskrift í samstarfi við Gott í matinn

Ótrúlega sniðugt og öðruvísi ostasnakk sem kemur skemmtilega á óvart! 


Hráefni


  • 2 stk.egg
  • 2 dlpanko brauðrasp
  • 2 tsk.ítölsk kryddblandamozzarella
  • Perlursalt og
  • Piparolía


Aðferð

  1. Hrærið saman egg og smá salt og pipar.
  2. Setjið brauðrasp í skál ásamt ögn af salti og pipar, hrærið saman.
  3. Takið Mozzarella perlu og dífið í eggin og látið leka aðeins af þeim.
  4. Veltið ostinum upp úr raspinum og leggið til hliðar. Gerið þetta við allar perlurnar.
  5. Setjið mataroíu í pott og hitið. Djúpsteikið ostinn í 30-60 sekúndur eða til perlurnar taka á sig gylltan lit.
  6. Berið fram með góðri pastasósu.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

16 December 2025
Það er skemmtilegt föndur en ákaflega einfalt að gera jólalegan ostabakka. Ég lofa að þessi ofurkrúttlegi bakki mun slá í gegn í hvaða jólaboði sem er.
16 December 2025
Tiramisú er dásamlegur eftirréttur sem er léttur og sætur, og bara fullkominn eftir þunga máltíð ef mann langar í smá sætt. Ég ákvað að ögra smá klassísku tiramisu og prófa að breyta því svolítið með karamellusósu og Doré karamellusúkkulaði og útkoman er í einu orði sagt dásamleg. Uppskriftin dugar fyrir 4-6