Ljúffengar andabringur og meðlæti

Uppskrift: Gerum daginn girnilegan

Franskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni.


Andabringur

  • 1 frosin andabringa frá Vallette
  • salt og pipar
  • ferskt timían
  • ferskt rósmarín


Sósa

  • 1 dl þurrkaðir kantarella sveppir
  • smjör til steikingar
  • 1 tsk smátt skorið ferskt rósmarín og timían
  • 1 ½ msk smjör
  • 3 msk hveiti
  • 1 ½ dl vatn
  • 2 tsk til 4 tsk andakraftur frá Oscar
  • 1 tsk púðursykur
  • 2 dl mjólk
  • 1 dl rjómi


Rósakál

  • 5 dl ferskt rósakál
  • ½ dl rjómi
  • ½ dl rifinn Parmareggio parmigiano reggiano parmesan ostur


Kartöflur eftir smekk


Leiðbeningar


Andabringa


  1. Skerið tígla í fituna á andabringunni og passið að skera ekki ofan í kjötið.
  2. Hitið pönnu og steikið andabringuna með fituna niður í 7-9 mínútur eða þar til fitan er orðin stökk. Ausið fitunni af pönnunni jafnóðum og notið til að steikja kartöflurnar.
  3. Snúið andabringunni við og steikið í 1-2 mínútur.
  4. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið ferskt rósmarín og timían á andabringuna og klárið eldunina í ofninum í 12-15 mínútur við 180°C. Gott er að nota kjöthitamæli en kjarnhitinn á að vera 60 gráður. Andabringurnar mega alls ekki vera of mikið eldaðar því þá eru þær ekki góðar.


Sósa


  1. Skolið þurrkuðu kantarella sveppina og látið þá liggja í bleyti samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Steikið þá upp úr smjöri og bætið við fersku timían, rósmarín, salti og pipar eftir smekk. Takið þá til hliðar.
  3. Bræðið smjör og bætið hveiti saman við. Hrærið í brauðbollu.
  4. Bætið vatni saman við og hrærið þar til blandan er orðin þykk og mjúk.
  5. Bætið andakrafti, púðursykri, salti og pipar og hrærið vel saman.
  6. Hellið mjólk og rjóma útí og blandið kantarella sveppunum saman við. Þynnið sósuna með rjóma og kryddið eftir smekk.


Kartöflur

  1. Steikið kartöflurnar upp úr andafitunni þar til þær verða smá stökkar. Kryddið eftir smekk og klárið eldunina í ofninum.


Rósakál

  1. Hreinsið rósakálið, skerið stilkana af og kálið í tvennt.
  2. Steikið á pönnu upp úr smjöri og kryddið með salti og pipar.
  3. Setjið í eldfast mót, hellið rjómanum yfir og stráið yfir rifnum parmigiano reggiano. Bakið í ofnið við 180°C í 6-8 mínútur.


Það er svo ótrúlega sniðugt að henda í eitt stykki bananabrauð þegar maður á nokkra banana
28 January 2026
Það er svo ótrúlega sniðugt að henda í eitt stykki bananabrauð þegar maður á nokkra banana sem eru komnir vel á tíma. Þessi uppskrift er einföld og æðislega góð!
Þessar pönnukökur eru mjúkar og dásamlega góðar. Þær eru fullkomnar á sunnudagsmorgni eða í kaffitím
28 January 2026
Þessar pönnukökur eru mjúkar og dásamlega góðar. Þær eru fullkomnar á sunnudagsmorgni eða í kaffitímanum ef mann langar í eitthvað gott í hollari kantinum. Uppskrift sem þið verðið að prófa!