Kalkúnabringa með fylltum sætum kartöflum

Þakkargjörðarhátíðin nálgast og það er hægt að elda kalkún á ótal vegu og meðlætishugmyndir eru óteljandi. Hér kemur ein afar einföld framsetning sem tekur enga stund að útbúa.
Fyrir um 4 manns
Kalkúnabringa eldun
- 1 x Sous Vide kalkúnabringa frá Ali
- Smjör til steikingar
- Takið bringuna úr álbakkanum og setjið hana í plastinu í vask fullan af heitu vatni, leyfið henni að liggja þar í um 20 mínútur.
- Bræðið næst smjör á pönnu, takið bringuna úr plastinu og brúnið bringuna stutta stund á öllum hliðum.
- Hvílið hana í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þið skerið hana í sneiðar.
Sætar kartöflur með burratafyllingu
- 2 stórar sætar kartöflur
- 2 x Burrata ostur
- Ferskt pestó (grænt)
- Ristaðar pekanhnetur
- Ólífuolía
- Hitið ofninn í 200°C.
- Berið ólífuolíu á kartöflurnar, stingið á þær nokkur göt með beittum hníf og setjið á ofnskúffu.
- Bakið í um klukkustund eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
- Takið þær þá úr ofninum, skerið langsum í helminga og skafið aðeins úr miðjunni með skeið.
- Rífið niður ½ Burrata ost í hverja kartöflu og toppið með pestó og ristuðum pekanhnetum.




