Kalkúnabringa með fylltum sætum kartöflum

Þakkargjörðarhátíðin nálgast og það er hægt að elda kalkún á ótal vegu og meðlætishugmyndir eru óteljandi. Hér kemur ein afar einföld framsetning sem tekur enga stund að útbúa.


Fyrir um 4 manns

Kalkúnabringa eldun

  • 1 x Sous Vide kalkúnabringa frá Ali
  • Smjör til steikingar


  1. Takið bringuna úr álbakkanum og setjið hana í plastinu í vask fullan af heitu vatni, leyfið henni að liggja þar í um 20 mínútur.
  2. Bræðið næst smjör á pönnu, takið bringuna úr plastinu og brúnið bringuna stutta stund á öllum hliðum.
  3. Hvílið hana í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þið skerið hana í sneiðar.


Sætar kartöflur með burratafyllingu


  • 2 stórar sætar kartöflur
  • 2 x Burrata ostur
  • Ferskt pestó (grænt)
  • Ristaðar pekanhnetur
  • Ólífuolía


  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Berið ólífuolíu á kartöflurnar, stingið á þær nokkur göt með beittum hníf og setjið á ofnskúffu.
  3. Bakið í um klukkustund eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
  4. Takið þær þá úr ofninum, skerið langsum í helminga og skafið aðeins úr miðjunni með skeið.
  5. Rífið niður ½ Burrata ost í hverja kartöflu og toppið með pestó og ristuðum pekanhnetum.



13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h