Kalkúnabringa með fylltum sætum kartöflum

Þakkargjörðarhátíðin nálgast og það er hægt að elda kalkún á ótal vegu og meðlætishugmyndir eru óteljandi. Hér kemur ein afar einföld framsetning sem tekur enga stund að útbúa.


Fyrir um 4 manns

Kalkúnabringa eldun

  • 1 x Sous Vide kalkúnabringa frá Ali
  • Smjör til steikingar


  1. Takið bringuna úr álbakkanum og setjið hana í plastinu í vask fullan af heitu vatni, leyfið henni að liggja þar í um 20 mínútur.
  2. Bræðið næst smjör á pönnu, takið bringuna úr plastinu og brúnið bringuna stutta stund á öllum hliðum.
  3. Hvílið hana í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þið skerið hana í sneiðar.


Sætar kartöflur með burratafyllingu


  • 2 stórar sætar kartöflur
  • 2 x Burrata ostur
  • Ferskt pestó (grænt)
  • Ristaðar pekanhnetur
  • Ólífuolía


  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Berið ólífuolíu á kartöflurnar, stingið á þær nokkur göt með beittum hníf og setjið á ofnskúffu.
  3. Bakið í um klukkustund eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
  4. Takið þær þá úr ofninum, skerið langsum í helminga og skafið aðeins úr miðjunni með skeið.
  5. Rífið niður ½ Burrata ost í hverja kartöflu og toppið með pestó og ristuðum pekanhnetum.



Ljúffeng og mild púrrulauksdýfa sem passar fullkomlega með fersku grænmeti, kexi eða snakki. Frábær
30 December 2025
Ljúffeng og mild púrrulauksdýfa sem passar fullkomlega með fersku grænmeti, kexi eða snakki. Frábær meðlæti á veisluborðið eða þegar þig langar í eitthvað extra gott.
16 December 2025
Það er skemmtilegt föndur en ákaflega einfalt að gera jólalegan ostabakka. Ég lofa að þessi ofurkrúttlegi bakki mun slá í gegn í hvaða jólaboði sem er.