Krönsí hafrakúlur

Uppskrift í samstarfi við NÓI
Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs. Hérna er Kellogg´s All bran í aðalhlutverki, en þessa og fleiri gómsætar uppskriftir má finna inn á uppskriftarvef Nóa,
Ljúfa líf.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift (Uppskrift dugar í 15-18 stk)
- 100 g Kellogg‘s All Bran
- 80 g grófir hafrar
- 40 g kókosmjöl
- 1 msk. Síríus kakóduft
- 1 msk. chiafræ
- 140 g hnetusmjör
- 50 g kókosolía (brædd)
- 1 tsk. vanilludropar
- 40 g Síríus 70% súkkulaði
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
- Setjið All Bran í blandarann í um 15 sekúndur og hellið duftinu síðan í skál.
- Bætið öllum öðrum hráefnum nema 70% súkkulaði saman við og blandið vel saman.
- Kælið í hálfa til eina klukkustund og mótið/þjappið síðan saman í kúlur sem eru um ein matskeið á stærð.
- Bræðið 70% súkkulaðið og setjið það óreglulega yfir kúlurnar og kælið þar til súkkulaðið storknar.
- Geymið í kæli í vel lokuðu íláti eða setjið í frysti.
