Krönsí hafrakúlur

Uppskrift í samstarfi við NÓI

Hér kemur glæný uppskrift frá vinum okkar í Nóa sem er algjörlega frábær að prófa í byrjun árs. Hérna er Kellogg´s All bran í aðalhlutverki, en þessa og fleiri gómsætar uppskriftir má finna inn á uppskriftarvef Nóa, Ljúfa líf.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift (Uppskrift dugar í 15-18 stk)


  • 100 g Kellogg‘s All Bran
  • 80 g grófir hafrar
  • 40 g kókosmjöl
  • 1 msk. Síríus kakóduft
  • 1 msk. chiafræ
  • 140 g hnetusmjör
  • 50 g kókosolía (brædd)
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 40 g Síríus 70% súkkulaði


Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu


  1. Setjið All Bran í blandarann í um 15 sekúndur og hellið duftinu síðan í skál.
  2. Bætið öllum öðrum hráefnum nema 70% súkkulaði saman við og blandið vel saman.
  3. Kælið í hálfa til eina klukkustund og mótið/þjappið síðan saman í kúlur sem eru um ein matskeið á stærð.
  4. Bræðið 70% súkkulaðið og setjið það óreglulega yfir kúlurnar og kælið þar til súkkulaðið storknar.
  5. Geymið í kæli í vel lokuðu íláti eða setjið í frysti.


8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.