Íslenska sumartertan

Uppskrift í samstarfi við Gott í matinn

Marengsterta með rjóma, berjum, daim súkkulaði og fílakaramellusósu tikkar í öll boxin og er jafn klassísk og íslenska sumarkonan. Ein allra vinsæltasta tertan á veisluborðum er einmitt marengs, það er líka alveg ótrúlega einfalt að gera marengstertu og á flestra færi. Það væri ekki úr vegi að mæta með þessa næsta sumarboð og næsta víst að hún mun slá í gegn.


Marengsbotnar


  • 5 stk. eggjahvítur
  • 150 g sykur
  • 150 g púðursykur
  • 1⁄4 tsk. vínsteinslyftiduft

Fylling


  • 7 dl rjómi frá Gott í matinn
  • Daim kurl eða annað súkkulaði
  • Blábler og jarðarber


Ofan á tertuna

  1. 1/2 dl rjómi frá Gott í matinn
  2. 125 g fílakaramellur
  3. Bláber og jarðarber


Aðferð

  1. Hitið ofn í 120 gráður með blæstri og leggið bökunarpappír á tvær bökunarplötur.
  2. Þeytið saman eggjahvítur, sykur, púðursykur og vínsteinslyftiduft þar til sykurinn leysist upp og úr verður þykkur marengs. Ég þeyti á mesta hraða í hrærivél í 5-7 mínútur.
  3. Skiptið marengsinum jafnt á plöturnar tvær og mótið tvo fallega botna u.þ.b. 20 cm í þvermál.
  4. Bakið í 70 mínútur. Slökkvið þá á ofninum og opnið smá rifu á hurðina. Leyfið að kólna alveg í ofninum, helst yfir nótt.
  5. kælið
  6. Þeytið rjómann.
  7. Setjið helminginn af rjómanum á annan botninn, dreifið hökkuðum Daim, jarðarberjum og bláberjum yfir ásamt smá fílakaramellusósu.
  8. Leggið hinn botninn ofan á.
  9. Setjið á rjóma og skreytið fallega með berjum.
  10. Dreifið að lokum karamellusósunni yfir.
  11. Gott að er að setja marengstertuna saman 6-8 klst áður en hún er borin fram.


8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.