PIZZADAGAR Í FJARÐAKAUP
TAKTU ÞÁTT Í GJAFALEIKNUM
14.–18. október
PIZZADAGAR Í FJARÐARKAUP
Það verður sannkölluð pizzaveisla í Fjarðarkaup dagana 14.–18. október! Við fögnum pizzunni með frábærum tilboðum, kynningum og gjafaleik sem enginn pizzaaðdáandi ætti að missa af.
Í tilefni pizzadaga bjóðum við upp á tilboð á vinsælum pizzavörum:
- MS pizzaostur á frábæru verði
- Pizzaálegg frá Kjarnafæði
- 20% afsláttur af vinsæla pizzadeginu frá Passion
Auk þess verður Innnes á staðnum með kynningu og tilboð á frosnum pizzum — þeim bestu í bænum!
Hvort sem þú bakar frá grunni eða stingur bestu frosnu pizzunni í ofninn, þá er rétti tíminn núna til að gera pizzakvöldið enn betra.
TAKTU ÞÁTT Í PIZZA GJAFALEIK!
Í samstarfi við JAX gefum við einum heppnum pizzaaðdáanda glæsilegt Morsö pizzasett. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á póstlistann hjá Fjarðarkaup og þú ert með í pottinum!
Vinningurinn inniheldur:
- Morsö SPIN pizzaofn með snúningsdisk
– fullkomin ítölsk pizza á aðeins einni mínútu
- Morsö pizzahnífur
– beittur, fallegur og hannaður fyrir brakandi pizzur
- Morsö pizzabretti
úr eik – til að bera fram eða skera pizzuna í jafnar sneiðar
- Morsö pizzaspaði – gerir það einfalt að setja og taka pizzuna úr ofninum
Allt frá Morsö – dönsk hönnun sem sameinar gæði, stíl og ástríðu fyrir matargerð.
GÓMSÆTAR PIZZA UPPSKRIFTIR
Eldbakaðar súrdeigspítsur með litlu pepperóní, skinku, rauðlauk og chili-hunangi
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella og rauðlaukur. Punkturinn yfir i-ið er svo chili hunangið – sem dreypt er yfir heita pítsuna þegar hún kemur úr ofninum.
Pizza með íslenskum Burrata
Burrata ostur er einn af þessum sem lætur mann kikna í hnjánum. Það er svo gott að nota hann í ýmsa matargerð og á pizzur er hann guðdómlegur. Ég smakkaði fyrst Burrata ost í Friðheimum fyrir nokkrum árum og eftir það var ekki aftur snúið. Það hefur hins vegar reynst þrautinni þyngra að nálgast þessa dásemd en nú hefur Mjólkursamsalan hafið sölu á þessum osti í lausasölu og ég mæli með að þið laumið ykkur alltaf í eina, ef ekki fleiri dósir þegar hann er til í verslunum!

