Bláberjaskál

"Við fáum aldrei leið á því að gera góða skál. Þessi skál inniheldur þykkan bláberjaþeyting og svo er hægt að setja í rauninni hvaða ber sem er á toppinn, granóla, múslí, banana eða bara það sem þig langar í þá stundina. Við settum granóla og fersk ber ofan á okkar að þessu sinni!" - Anna Eiríksdóttir


Fyrir: 2

Undirbúningur: 5 mínútur


Innihald:

  • 1 bolli rísmjólk með vanillu eða möndlumjólk frá Isola
  • 1 bolli frosin jarðaber
  • 1 bolli frosin bláber
  • 1 lítil dós grísk jógúrt með vanillu eða vanilluskyr
  • 1 banani

 

Aðferð:

Allt sett í blandara og hrært vel saman, svo toppað t.d. með góðu heimatilbúnu granóla og ferskum berjum, verði ykkur að góðu!



Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu.
22 Apr, 2024
Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu. Hér er á ferðinni pizza með rjómaosti, 4 osta blöndu, mozzarellaperlum og karamellíseruðum lauk, nammi nammi, namm, mögulega ein sú besta pizza sem ég hef prófað!
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu mozarella
21 Apr, 2024
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu og ferskum mozzarella. Pastað má bera fram bæði heitt og kalt og því hægt að gera það fram í tímann.
Share by: