Lárperusalat

"Þetta salat er frábært sem millimál en gott er að setja það ofan á hrökkbrauð, súrdeigsbrauð eða gæða sér á því eitt og sér. Það tekur stutta stund að búa það til og það geymist í lokuðu íláti í ísskápnum í 1-2 daga ef það klárast ekki strax sem það gerist venjulega hjá mér." - Anna Eiríksdóttir


Fyrir: 1-2

Undirbúningur: 15 mínútur


Innihald:

  • 1 lítil dós kotasæla
  • 1 lárpera
  • 2 harðsoðin egg
  • Salt og pipar

 

Aðferð:

Harðsjóðið eggin og kælið. Setjið kotasæluna í skál og skerið lárperuna í litla bita sem þið setjið út í. Brytjið eggin niður og bætið þeim einnig út í og hrærið saman við. Kryddið að vild með salti og pipar og njótið vel!

Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu.
22 Apr, 2024
Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu. Hér er á ferðinni pizza með rjómaosti, 4 osta blöndu, mozzarellaperlum og karamellíseruðum lauk, nammi nammi, namm, mögulega ein sú besta pizza sem ég hef prófað!
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu mozarella
21 Apr, 2024
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu og ferskum mozzarella. Pastað má bera fram bæði heitt og kalt og því hægt að gera það fram í tímann.
Share by: