Bakaður hafragrautur

"Bakaður hafragrautur er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum þessa dagana og auðvitað varð ég að prófa eins og allir hinir. Þessi uppskrift er einföld og góð sem smá vanillufíling en það er hægt að leika sér með endalausar útfærslur em ég á eflaust eftir að deila með ykkur!" - Anna Eiríksdóttir



Fyrir: 1 

Undirbúningur: 5 mínútur


  • 1 banani
  • 1 egg
  • 1 dl haframjöl
  • 1/2 dl möndlumjólk
  • 1/4 tsk vínsteinslyftiduft
  • (Vanilluprótein ef vill)
  • Smá Akasíu hunang og ber á toppinn


Aðferð:


Stappið bananann vel og hrærið egginu saman við. Bætið haframjölinu og lyftiduftinu við og hrærið möndlumjólkinni svo varlega saman við. Setjið í litla eldfasta skál og bakið í ofni við 175° í u.þ.b 10-12 mínútur.

Toppið með smá akasíu hunangi ef vill og berjum og njótið vel.

Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu.
22 Apr, 2024
Ostapizzur slá alltaf í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pizzu. Hér er á ferðinni pizza með rjómaosti, 4 osta blöndu, mozzarellaperlum og karamellíseruðum lauk, nammi nammi, namm, mögulega ein sú besta pizza sem ég hef prófað!
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu mozarella
21 Apr, 2024
Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasil sósu og ferskum mozzarella. Pastað má bera fram bæði heitt og kalt og því hægt að gera það fram í tímann.
Share by: